fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

SME: Málflutningur Viðreisnar bendir til uppgjörs innan ríkisstjórnarinnar

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, Sigurjón M. Egilsson og Benedikt Jóhannesson. Samsett mynd/DV

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að málflutningur formanns og varaformanns Viðreisnar kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki ríkisstjórnarinnar, segir Sigurjón að það stefni allt í einhverskonar uppgjör innan ríkisstjórnarinnar. Segir Sigurjón í grein á vef sínum Miðjan að málflutningur Viðreisnar falli í grýttan jarðveg hjá helstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það boði Viðreisn framhald og því leiki ríkistjórnin á reiðiskjálfi. Vísar hann sérstaklega til greinar Jónu Sólveigar Elínardóttur varaformanns Viðreisnar sem sagði í dag að Viðreisn myndi ekki hætta að berjast fyrir tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og halda áfram að tala fyrir framtíðarmöguleika Íslands á að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið:

Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar.

„Við munum áfram tala fyrir myntráði – að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil – og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Viðreisn mun aldrei hætta að tala og berjast fyrir stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu með almannahagsmuni, en ekki sérhagsmuni, að leiðarljósi,“

sagði Jóna Sólveig. Í grein sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar skrifaði í síðustu viku ítrekaði hann skoðun Viðreisnar um að finna eigi varanlega lausn á gengissveifum krónunnar, til að mynda með því að tengja hana við erlendan gjaldmiðil. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði svo í viðtali við RÚV að málflutningur Benedikts, um að hafna beri íslensku krónunni, lýsi hans eigin skoðun og flokks hans, en ekki ríkisstjórnarinnar:

„Auðvitað er ekki hægt að segja í samsteypustjórn að menn séu allir beygðir inn á sömu skoðunina, en það þarf að vera alveg á hreinu að það er ekki stefna stjórnarinnar að skipta hér út gjaldmiðlinum,“

sagði Bjarni. Sigurjón segir að málflutningur Jónu Sólveigar og Benedikt kalli á mikil viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum:

Málflutningur formanns og nú varaformanns Viðreisnar kallar á mikil viðbrögð frá móðurflokki ríkisstjórnarinnar, Sjálfstæðisflokki. Ekkert annað en einhverskonar uppgjör er framundan. Gefur Viðreisn eftir í sókn sinni til framhaldslífs og umber Sjálfstæðisflokkurinn framgöngu Viðreisnar? Það er ólíklegt,

segir Sigurjón og bætir við:

Þá er spurt hvort Bjarni Benediktsson sé nógu sterkur til að halda ríkisstjórninni saman. Hann hefur ekkert sýnt sem bendir til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið