fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gísli Marteinn hjólar í einkabílinn: „Í fyrsta lagi fer ég ekki í Costco“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að fólk hafi ekki valið einkabílinn sem sinn aðal ferðamáta, það hafi verið stjórnmálamenn sem hafi skipulagt borgina á þann hátt að fólk hafi ekki átt neitt val:

„Bílaeigendur að kvarta undan einelti (eða aðför að sér), er álíka og ef þeir sem eru hvítir á hörund á Íslandi myndu kvarta undan mismunun gegn sér. Eða ef Neil Young myndi kvarta undan því að Óli Palli spilaði sig ekki nógu mikið á Rás 2. Engum hópi á Íslandi hefur verið þjónað betur en bílaeigendum síðustu 60 árin, ekki síst í Reykjavík. Borgarskipulagið var áratugum saman beinlínis unnið útfrá hagsmunum þeirra og gegn hagsmunum fólks sem ekki átti bíl,“

segir Gísli Marteinn í grein á bloggsíðu sinni. Hann segir Reykjavík, líkt og stórborgir í Bandaríkjum, hafa verið skipulagðar út frá mislukkuðum spádómi um að bílum myndi fjölga nánast óendanlega og að fólk myndi ekki leitast eftir því að notfæra sér aðra ferðamáta. Miklar umræður sköpuðust um greinina á Fésbókarvegg Gísla Marteins þar sem rætt er almennt um uppbyggingu og þéttingarstefnu í Reykjavík, vilja margir meina að það sé dýrara að byggja á þéttingarreitum en að byggja fleiri úthverfi en því er Gísli Marteinn ekki sammála:

Núna er algjörlega fáránlega hátt hlutfall íbúðarhúsnæðis í Reykjavík einbýlishús í úthverfi. Það er með öðrum orðum enginn skortur á því. Ef þú vilt fá þér næs séreign í úthverfi ertu í toppmálum í Reykjavík – að ég tali ekki um á höfuðborgarsvæðinu. En ef þú vilt fá þér hæð þar sem þú ert í göngufæri við helstu kjarna borgarinnar, þá ertu í miklu erfiðari málum,

segir Gísli Marteinn og bætir við:

Við þurfum miklu fleiri hæðir og litlar íbúðir miðsvæðis, en við þurfum ekki fleiri sérbýli í úthverfi. Og þá er ég ekki einu sinni að tala um samgöngurnar – sem þó er risaþáttur í þessu. Dreifða byggðin býr til mengun og umferðateppur, þétta byggðin ekki.

„Þarf virkilega að færa þetta niður á ‘lattelepjandi’ planið?“

Hermann Guðmundsson forstjóri.

Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi skaut svo á Gísla Martein:

„Fólk hefur líka önnur áhugamál en kaffi. Þá þarf að komast á milli staða og það jafnvel utan borgarinnar.“

Gísli Marteinn segir þetta gamaldags hallærisathugasemd því enginn hafi verið að tala um kaffi:

Ég veit að þú ert ekki með sterkan málsstað en þarf virkilega að færa þetta niður á ‘lattelepjandi’ planið? Í fyrsta lagi er enginn að tala um að enginn eigi bíl, eða að banna bíla eða að allir hjóli eða neitt slíkt. Jafnvel í þeim borgum sem við horfum til og eru með frábærar almenningssamgöngur og góða hjólastíga, er fullt af fólki á bíl og hefur það bara ansi gott. Þú munt alveg örugglega geta verið áfram á þínum bíl og haft önnur áhugamál en kaffi og keyrt útúr bænum. Engar áhyggjur. Við erum ekki að fara að skemma lífsstíl þinn sem er örugglega ógleymanlegur. Þetta snýst um að reyna að stefna í aðeins aðra átt en hraðbrautarskipulagið sem hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg heims, gert hana miklu mengaðari en hún þarf að vera, miklu dreifðari en fólk vill, sem þýðir að þjónusta þrífst illa í hverfum og svo framvegis.

Hægt að taka leigubíl eða strætó í Costco

Varðandi ódýra þjónustu sem þurfi að sækja langt fyrir utan miðborgina ítrekar Gísli Marteinn að hann sé ekki að tala um að allir eigi að vera bíllausir heldur að það þurfi að gera fólki kleift að vera bíllaust. Aðspurður hvernig hann fari í Costco með fjögurra manna fjölskyldu án einkabíls segir Gísli:

Í fyrsta lagi fer ég ekki í Costco, og jafnvel þótt þú sparir sjálfsagt eitthvað á því að fara þangað, þá spara ég meira á því að eiga ekki bíl. Í öðru lagi hefur maður efni á mörgum leigubílum ef maður á ekki bíl. Og getur meira að segja tekið þá í Costco. Það er mjög gamaldags viðhorf til leigubíla að taka þá bara þegar fólk er drukkið á leiðinni á árshátíð. Í þriðja lagi get ég tekið strætó – og krökkum finnst það almennt mun skemmtilegra en að ferðast í bíl. Bíll er dýr munaður og sumir vilja frekar nota peningana í annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla