fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir Guðna Ágústsson:

Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss.

Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið og Jarl-hetturnar og rútan leið áfram eins og í draumi, fyrirheitna landið var framundan.

Ég tók að segja frá ferð þeirra Reynistaðabræðra og tók að þylja ljóð Jóns Helgasonar Áfanga: „Liðið mun hátt á aðra öld/enn mun reimt á Kili/þar sem í snjónum bræðra beið/beisklegur aldurtili.“

Allt í einu hrikti í rútunni og heyrðist ekki lengur mannsins mál það var eins og draugar fornaldar hefðu risið upp frá dauðum og vildu stöðva ferð okkar.

Ástæðan varð mér brátt augljós við vorum komin af slitlaginu nokkru áður en að Bláfelli kemur,á harðan og holóttan veg sem barði rútubílinn svo ekki mátti heyrast mannsins mál og gaf okkur farþegunum þung högg undir afturendann í leiðinni eins og við hefðum farið í ferðina til að taka út refsingu.

Rykmökkinn lagði frá bílunum sem um veginn fóru og rútunni okkar svo dró fyrir sólu og mistur var að sjá til fjallanna fögru.

Nú spyr ég sem unnandi landsins míns og fegurðarinnar: Hvers á náttúran að gjalda að ekki megi setja Kjalveg á aðeins hærra plan, byggja veginn upp og leggja á hann slitlag? Hinn harði vondi vegur frá Gullfossi og norður til Hveravalla sem sjálfskipaðir „náttúruvitar,“ banna að sé hróplað við er um 80 km. langur, það kostar ekki mikla peninga að gera þennan veg boðlegan og fegurð Íslands sæmandi.

Auðvitað eiga öflugir einstaklingar sunnan og norðan fjalla að stofna félag og byggja veginn upp í einkaframkvæmd, gjaldið eitt þúsund á bíl myndi borga veginn á örfáum árum.

Uppbyggður Kjalvegur með slitlagi væri mesta samgöngubót sem ráðist hefði verið í á Íslandi, byggðamál, atvinnumál og stytting á leiðum milli landshluta og í leiðinni virðing við hina fornu samgönguleið forfeðranna.

Leiðin til Akureyrar úr Reykjavík yrði 50 km. styttri,og uppsveitarmenn í Árnessýslu myndu spara sér 230 km. akstur norður til Akureyrar og öfugt. Sunnan menn gætu skroppið í messu norður yfir heiðar á milli mjalta og norðanmenn á Þingvöll eða í Skálholt.

Engin rúta í heiminum er lengur smíðuð fyrir torfæruveginn sem nú er farinn yfir Kjöl og ferðamönnum finnur sárt til með bílunum sem þeir aka, þeir hristast undan lamstri vegarins og eru eins og að brotna. Vegurinn er fornaldarvegur og bíllinn hlammast áfram á 30 -40 km. hraða.

Við sem eldri erum munum fullt af svona vegum frá æsku okkar, unga fólkið forðast svona vegi nema torfæruakstursmenn sem eru að þjóna íþrótt sinni.

Ég skora á alþingismenn,sveitarstjórnarmenn og athafnamenn beggja vegna Kjalvegar að taka málið í sínar hendur.

Höfundur er fv. ráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin