fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Aðeins 37% styðja ríkisstjórnina – Vinstri grænir tapa mestu fylgi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. júlí 2017 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd: Sigtryggur Ari.

Í dag var birtur nýr Þjóðarpúls Gallup þar sem kannaður er stuðningur við stjórnmálaflokka og kemur þar margt forvitnilegt í ljós, meðal annars að stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er einungis 37%. Alls voru 2870 manns í úrtaki, valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup en svarhlutfall var 56,6%.

Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið væri til Alþingiskosninga í dag. Alls nefndu 80,9% flokk, 10,2% neituðu að taka afstöðu og 8,9% sögðust ætla að skila auðu eða kjósa ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis eða 27,5% og eykst fylgi hans um eitt prósentustig milli kannanna. Þar næst koma Vinstri grænir með 21,5% en voru áður með 24% og er sá flokkur með mesta fylgistapið milli mánaða.

Þriðji stærsti flokkurinn eru Píratar með 14,2% fylgi og hækka um 1 prósentustig milli kannanna. Þar næst kemur Framsókn með 11,3% fylgi og stendur nánast í stað. Samfylkingin nýtur stuðnings 9,2% þjóðarinnar og stendur í stað.

Hinir tveir ríkisstjórnarflokkarnir, Viðreisn og Björt framtíð mælast með annars vegar 5,6% fylgi og hins vegar 3,3% og standa báðir í stað milli mánaða.

3,8% segjast styðja Flokk fólksins sem ekki hefur neina þingmenn, fleiri en styðja Bjarta framtíð. Aðrir flokkar voru nefndir að um það bil 4% svarenda, þar af nefndu 2% Dögun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi