fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Illugi æfur: Þó Bjarni hafi níu pólitísk líf þá er hann ekki heiðarlegur stjórnmálamaður

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson rithöfundur og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Samsett mynd/DV

„Í einhverju mesta góðæri sögunnar – er okkur tjáð – þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem aðeins þrjár manneskjur af hverjum tíu styðja.

Hvern skollann á það að þýða, ef ég má spyrja hreint út?“

Að þessu spyr Illugi Jökulsson rithöfundur  í pistli sem hann skrifar á Stundina í dag. Líkt og Eyjan hefur greint frá eru engin dæmi um að ríkisstjórn sem starfað hefur í einungis hálft ár mælist með jafn lítinn stuðning en samkvæmt nýjustu könnun MMR styðja 30,3% þjóðarinnar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Illugi segir að allir viti að góðærið sé ekki Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að þakka heldur erlendum ferðamönnum:

Í öðru lagi er það vegna þess að fólk er ekki fífl. Fólk – eða að minnsta kosti þessi sjö rauðu! – gerir sér grein fyrir því að þótt Bjarni Benediktsson hafi reynst hafa níu pólitísk líf líkt og kötturinn, þá gerir það hann ekki að heiðarlegum stjórnmálamanni,

segir Illugi. Segir hann að Bjarni muni aldrei losna við Vafningsmálið, Borgunarhneykslið né bankareikninginn á Seychelles-eyjum. Kjósendur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar séu einnig reiðir:

Viðreisn gaf sig út fyrir að vera hinn nýi siðlegi flokkur frjálslyndra hægrimanna, flokkur sem myndi ævinlega standa við orð sín, enda var hann víst stofnaður sérstaklega vegna gremju margra Sjálfstæðismanna yfir því hve illa Bjarna hefur ævinlega gengið að standa við orð sín.

En ekkert stendur eftir af prati Viðreisnar. Þessi flokkur var greinilega allan tímann eins-manns-sirkus Benedikts Jóhannessonar, aðferð hans til að gera sig gildandi í fermingarveislum Engeyjarættarinnar.

Illugi segir Bjarta framtíð nánast efni í Spaugstofuna:

Um Bjarta framtíð þarf ekki að ræða. Það er nánast Spaugstofuefni að stofna stjórnmálaflokk utan um slagorðið „ekkert fúsk“ og styðja svo tómt fúsk og undirferli – og ekkert annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi