fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Afnema áfengiskaupafríðindi æðstu stofnana ríkisins

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að ívilnun með niðurfellingu áfengisgjalds gagnvart æðstu stofnunum ríkisins verði afnumin frá og með 1. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Lög um gjald af áfengi og tóbaki tóku gildi 1995. Nú njóta ívilnunar embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti og embætti biskups Íslands. Heimildin hefur verið háð því að þær vörur sem keyptar eru séu notaðar til risnu á þeirra vegum og að kaupin séu færð í bókhald og greidd af þeim.

Þau rök sem lágu til grundvallar því að æðstu stofnunum ríkisins og þjóðkirkjunni voru fyrst og fremst af fjárhagslegum toga, en áfengiskaupafríðindi fela í sér ívilnun sem jafna má til skattastyrks úr ríkissjóði.

Þessar reglur voru barn síns tíma og mér þótti við hæfi að færa þær til nútímans og gera kostnað vegna áfengiskaupa gagnsærri. Eitt á yfir alla að ganga í þessu sem öðru. Ekki er gert ráð fyrir að bæta ráðuneytunum þetta með auknu fjármagni,

segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Markvisst hefur verið unnið að því á undanförnum árum að fækka skattastyrkjum. Meðal röksemda fyrir því eru að auka á almennt jafnræði, gagnsæi og festu í fjárstjórn.

Heildareftirgjöf áfengisgjalda til þeirra sem nutu niðurfellingar þeirra, annarra en erlendra sendiráða og alþjóðastofnana, sem gera það lögum samkvæmt, nam á síðastliðnu ári 10,5 milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti