fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Inga Sæland: Það er orðið svo lítið um hugsjónir

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 12. ágúst 2017 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Mynd/Brynja

Það er óhætt að segja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi komið inn í íslenska stjórnmálaumræðu eins og stormsveipur með áherslu sinni á að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Margir hafa legið Ingu og flokki hennar á hálsi fyrir að gæla við andúð á hælisleitendum og stilla þeim upp sem andstæðingum öryrkja og láglaunafólks.

Í opinskáu viðtali við DV ræðir Inga við Ágúst Borgþór Sverrisson um lífið á undan pólitíkinni, hvað drífur hana áfram og hver næstu skref séu fyrir Flokk fólksins, sem fengi fimm þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Hin afdrifaríku ákvörðun um að stofna flokkinn tók Inga eftir að hafa heyrt í fréttum Ríkisútvarpsins um skýrslu UNICEF um að 9,1 barna hér á landi leið skort.

Ég fékk kökk í hálsinn, átti bágt með að trúa eigin eyrum og ákvað á því augnabliki að ég skyldi stofna stjórnmálaflokk til að berjast gegn þessari ömurlegu öfugþróun.

Að sögn formannsins eru helstu baráttumál flokksins að lækka skatta á þá sem minnstar tekjur hafa og hækka skattleysismörk fyrir þann hóp í 300 þúsund krónur.

Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt,

segir Inga og er ekkert að skafa af því. En hvernig ætti að fjármagna slíkar aðgerðir?

Ég myndi a.m.k. vilja jafna það þannig út að þeir sem eru með miklu hærri laun myndu ekki fá að njóta þess að vera skattlausir upp að 300.000 krónum.

Eins og kom fram hér á undan hefur sú gagnrýni heyrst úr ákveðnum kreðsum að Inga og flokkur hennar ýti undir andúð gegn hælisleitendum. Þeim aðdróttunum hafnar hún eindregið og segir fjölmenningarsamfélagið staðreynd. Það sé hins vegar margt sem betur megi gera í meðferð þeirra sem hingað koma og sækja um hæli.

Hér eru hælisleitendur látnir bíða í eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár áður en þeir fá svar við umsóknum sínum og þá oftar en ekki er þeim vísað úr landi. Þessi bið er klár mannvonska að mínu mati.

Viðtalið við Ingu Sæland má lesa í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða