fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Frelsisflokkurinn opnar vefsíðu: „Styður þjóðleg borgaraleg viðhorf og kristna trú og gildi“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gústaf Níelsson. Mynd/DV

Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson ásamt fleirum hafa stofnan nýjan stjórnmálaflokk, Frelsisflokkinn og opnað vefsíðuna frelsisflokkur.is. Flokkurinn er klofningur úr Íslensku Þjóðfylkingunni, en þeir Gústaf og Gunnlaugur voru efstu menn á lista ÍÞ fyrir síðustu kosningar en hættu skyndlega í flokknum og drógu framboð sitt til baka tveimur vikum fyrir kosningar vegna deilna innan flokksins. ÍÞ var áður Hægri grænir, náði flokkurinn mest rúmlega 2% fylgi í skoðanakönnunum.

Sjá einnig: Hægri Grænir renna inn í Þjóðfylkinguna: Hafna „hugmyndinni um fjölmenningu“

Sjá einnig: Íslenska þjóðfylkingin ríflega þrefaldar fylgi sitt

Fram kemur á heimasíðu Frelsisflokksins að stefna hans sé að „standa vörð um íslenskt fullveldi og þjóðfrelsi íslensku þjóðarinnar“:

Flokkurinn vill varðveita og efla íslenska þjóðmenningu og tungu. Útlendingar sem vilja flytjast til landsins á lömætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi. Frelsisflokkurinn styður þjóðleg borgaraleg viðhorf og kristna trú og gildi. Frelsisflokkurinn tekur almannahagsmuni framyfir sérhagsmuni. Þjóðríkjahugsjónin og frelsi þjóða er ein af grunnstefnu Flokksins.

Lögð er sérstök áhersla á öryggismál og segir í stefnu flokksins að „óskorað fullveldisyfirráð yfir landamærum og landhelgi íslands sé hornsteinn þjóðríkjahugsjónarinnar.“:

„Frelsisflokkurinn styður frjálsa viðskiptasamninga frjálsra þjóða um heim allan á jafnréttisgrundvelli til hagsbóta öllum þjóðríkjum. Flokkurinn berst því gegn hinni óheftu alþjóðavæðingu sem stórskaðað hefur hagsmuni og lífsafkomu íbúa þjóðríkja víða um heim.“

Gunnlaugur er formaður flokksins, aðrir í stjórn eru Gústaf Níelsson, Ágúst Örn Gíslason, Einar Hjaltason, Höskuldur Geir Erlingsson, Gunnar Andri Sigtryggsson, Guðmundur Jónas Kristjánsson, María Magnúsdóttir og Ægir Óskar Hallgrímsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“