fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Aldrei komið sá dagur að hún saknaði stjórnmálanna: „Ég var búin með minn kvóta“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2017 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mynd/DV

„Frá því ég hætti afskiptum af pólitík hefur sá dagur aldrei komið að ég hafi saknað hennar. Ég var búin að vera lengi í pólitík, 27 ár, að vísu með hléum, en kannski hefði ég átt að hætta mun fyrr en ég gerði.“

Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýr framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR í Varsjá, í viðtali við DV. Ingibjörg Sólrún á að baki farsælan og langan feril í stjórnmálum, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1994 til 2003 og utanríkisráðherra frá 2007 til 2009. Hún segir það vera ákveðin forréttindi að fá umboð frá kjósendum til að taka þátt í því að hafa mótandi áhrif á samfélag sitt en að gera það að sinni atvinnu sé annar hlutur því fólk hafi tilhneigingu til að vera alltof lengi í pólitík:

Ég er staðföst í þeirri skoðun minni að það eigi að setja mörk á það hvað stjórnmálamenn eru lengi í sömu stöðunni. Ég held að það geti verið varhugavert fyrir samfélagið að menn líti á stjórnmál sem starfsgrein og jafnvel sem ævistarf. Það er ekki gott, eins og dæmin sanna.

Ég var búin með minn kvóta, hafði bæði verið í borgarpólitíkinni og landsmálapólitíkinni. Það var kominn tími til að hætta. Þar af leiðandi sakna ég ekki stjórnmálanna. Þetta var góður og lærdómsríkur tími en þessum kafla í ævi minni er lokið.

Þykir vænt um Geir Haarde

Þú áttir mjög farsælan pólitískan feril. Svo urðu áföll. Þú veiktist, hrunið varð og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins sprakk. Sérðu eftir því að hafa stofnað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og hefðuð þið átt að sjá hrunið fyrir?*

Ég hef sagt það áður og get bara endurtekið það hér að ég tel að það hafi verið misráðið að fara í þessa ríkisstjórn. Hitt verða menn samt að muna að það voru ekki aðrir raunhæfir stjórnarkostir í boði og það var víðtækur stuðningur við þessa ríkisstjórn, jafnt innan Samfylkingarinnar sem utan. Það breytir ekki því að ég leiddi flokkinn inn í þessa stjórn. Mín mistök voru þau að ég leit svo á að það breytti öllu að búið var að skipta um karlinn í brúnni. Davíð Oddsson var farinn og Geir Haarde kominn í hans stað. Geir er mjög vænn maður, ég átti mjög gott samstarf við hann og mér þykir vænt um hann.

Segir Ingibjörg að vandinn sé sá að Sjálfstæðisflokkurinn sé kerfisflokkur. Hann hafi byggt upp kerfið, eigi það og sé mjög tregur til að breyta því. Það liggi því í hlutarins eðli að ef stjórnmálaflokkar ætli sér að fara í umtalsverðar breytingar á kerfinu þá sæe ekki auðvelt að gera það með Sjálfstæðisflokknum. Það sama eigi við um Framsóknarflokkinn. Hún segist ekki hafa áttað sig á að fjármálakerfið hafi verið komið að fótum fram þegar Samfylkingin undir hennar forystu fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007:

Þegar Samfylkingin gekk inn í ríkisstjórnina árið 2007 áttaði ég mig ekki á því að fjármálakerfið, sem hafði verið einkavætt og þanist út í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, var komið að fótum fram. Þessir flokkar höfðu sett rammann utan um kerfi sem reyndist síðan ekki halda.

Maður getur auðvitað verið vitur eftir á og sagt að það hafi verið ýmis teikn á lofti sem maður hefði átt að sjá. Því miður er það samt þannig að meðan allt virðist ganga vel, mikil umsvif eru í samfélaginu, tekjur opinberra aðila og einstaklinga eru miklar og vellaunuðum störfum fjölgar, þá er tilhneiging til að snúa blinda auganu að viðvörunarmerkjum. Líklega er yfirvofandi hætta sjaldan meiri en þegar allt virðist ganga vel. Að sumu leyti má segja að þetta sama sé að gerast núna. Það eru ákveðin hættumerki sem menn verða að taka alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“