fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Birgitta Jónsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til þings á nýjan leik – Skiptir engu þótt kjörtímabilið verði stutt

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis á nýjan leik þegar kjörtímabilinu lýkur. Hún segir það ekki skipta máli hvort kjörtímabilið verði stutt eða langt. Hún hefur setið á þingi frá 2009. Fyrst fyrir Borgarahreyfinguna, sem varð skammlíf, en síðan undir merkjum Hreyfingarinnar. Hún kom að stofnun Pírata og var í fararbroddi hjá flokknum í þingkosningunum 2013. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Birgittu að það sé ekki hollt að sitja of lengi á þingi og enginn sé ómissandi. Fyrir síðustu kosningar sagði Birgitta að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri en henni snerist hugur og var aftur kjörin á þing. Hún sagði að þekking hennar gæti nýst nýjum þingmönnum Pírata sem væru reynslulausir hvað varðar þingstörf.

Birgitta sagði í samtali við Fréttablaðið að þingmannsstarfið sé samfélagsþjónusta og að hún vonist til að hún hafi gert gagn. Hún sagði að ný verkefni bíði hennar að þingmennsku lokinni en skýrt verði frá hver þau eru síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans