fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Neyðarlögin voru réttlætanleg

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir ágreining þeirra Jóns Steinar Gunnlaugssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um neyðarlögin vera skemmtilegan þar sem þeir báðir hafi rétt fyrir sér að nokkru leyti. Neyðarlögin hafi auðvitað verið eignaupptaka, eða eignatilfærsla, það hafi verið nauðsynleg aðgerð. Í grein sem Sigmundur Davíð skrifar á vefsíðu sína í dag segir hann bæði neyðarlögin og aðgerðirnar hafa verið að fullu réttlætanlegar.

Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra tilkynnir um neyðarlögin 6. október 2008.

Sjá frétt: Jón Steinar svarar Hannesi Hólmsteini: Neyðarlögin voru eignarupptaka

Með neyðarlöginum hafi þeir sem áttu fé inni á bankabók fengið allt sitt bætt á kostað þeirra sem áttu skuldabréf í bankanum, en fyrir neyðarlögin hefðu báðir aðilar verið réttháir kröfuhafar. Svo í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var svo ráðist í aðgerð til að rétt hlut þeirra sem skulduðu:

Það var gert með því að taka enn meira af þeim hópi kröfuhafa sem höfðu átt inneign á formi skuldabréfa. Fólk með verðtryggð fasteignalán fékk skuldir sínar lækkaðar og greitt var fyrir það með eignum þeirra sem höfðu átt skuldabréf í bönkunum. Þ.e. þeirra sem höfðu þegar látið stóran hluta eignanna af hendi með neyðarlögunum,

Leiðréttingin, eitt stærsta verkefni síðustu ríkisstjórnar, var kynnt á vordögum 2014. Mynd/DV

segir Sigmundur. Svo var ráðist í aðgerð sem sé einstök í fjármálasögunni, þegar þeir sem áttu kröfur á formi skuldabréfa voru látnir afhenda mörghundruð milljarða eignir til viðbótar við það sem þegar hafði verið tekið af þeim til þess að gera Íslandi kleift að endurreisa efnahagslíf landsins, bæta kjör almennings og svo aflétta höftum:

„Þegar ég boðaði að ráðist yrði í þessar aðgerðir fyrir kosningar (fyrst 2009 og svo 2013) voru margir tilbúnir til að eyða miklum kröftum í að halda því fram að þetta væri ekki hægt. Minnt var á eignarrétt kröfuhafa (sem vissulega var til staðar) og því slegið upp að ég ætlaði að ná 300 milljörðum af kröfuhöfunum. Ég veit ekki hver fann upp á tölu, ekki gerði ég það, en væntanlega var hún sett fram í tilraun til að sýna hversu óábyrgur ég væri í tali og til að geta síðar undirstrikað hversu hrapalega mér hefði mistekist. Niðurstaðan varð þó sú að kröfuhafar voru látnir afhenda miklum mun meira en 300 milljarða. Enn er óljóst hver endanleg niðurstaða verður en talan er enn að hækka.“

Sigmundur segir það svo gleymast iðulega að þeir sem hafi átt kröfur á bankana megi skipta í tvö ólíka hópa, þeir sem áttu fé í bönkunum og vogunarsjóði sem hafi keypt kröfur til að græða á þeim:

Það er líka merkilegt að reynt hafi verið, að vísu án rökstuðnings, að halda því fram að ríkisstjórnin sem ég fór fyrir hafi verið einhvers konar hægristjórn. Stjórnin sem framkvæmdi stærstu eignatilfærslu frá þeim sem eiga meira til þeirra sem eiga minna frá upphafi Íslandsbyggðar og framkvæmdi það með aðgerð sem var einstök á heimsvísu.

Mesti skaðinn var að stjórnin skyldi ekki geta klárað þau áform sem boðuð höfðu verið og með því að koma betur til móts við hópana sem eftir stóðu, ekki hvað síst þá sem þurfa að reiða sig á lífeyris- eða örorkugreiðslur. Sem betur fer erum við þó í margfalt betri aðstöðu til að klára það, og öll önnur góð mál, vegna þess að ráðist var í hina réttlætanlegu „eignaupptöku“.

Hér má lesa grein Sigmundar Davíðs í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða