fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Varaformaður Viðreisnar: Hægt að binda krónu við evru á hálfu ári – „Krónan er sökudólgurinn“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar.

Jóna Sólveg Elínardóttir varaformaður Viðreisnar segir að það geti tekið hálft ár að binda krónuna við evru í gegnum myntráð en öruggast sé að miða við eitt til tvö ár frá því að ákvörðun um slíkt sé tekin þangað til búið sé að binda krónuna. Sagði Jóna Sólveig í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að raunhæfast sé að binda krónuna við evru og hugmyndir um að binda krónuna frekar við Bandaríkjadal eða Kanadadollar séu runnar undan rifjum þeirra sem vilji halda krónunni.

Það eru þarna úti aðdáendur þessarar svikulu krónu sem við erum með sem grípa stundum til þessara raka að aðrir gjaldmiðlar séu betri. Það er ekki langt síðan það var talað fyrir Kanadadollar, hann féll svo síðar um heil þrjátíu prósent þannig að ég þakka bara fyrir að við vorum ekki með hann,

sagði Jóna Sólveig. Segir hún það staðreynd að forsendur hér á landi hafi ekkert breyst frá útgáfu skýrslu Seðlabankans árið 2012 sem sagði raunhæfustu kostina fyrir Ísland vera að halda áfram að vera með krónu, taka upp evru eða vera með myntráð:

Við í Viðreisn höfum verið að tala um myntráð, en til lengri tíma erum við að horfa á upptöku evru, en það er eitthvað sem tekur miklu lengri tíma að tala um, að fara inn í Evrópusambandið og taka upp evru.

Þarf ekki að taka langan tíma

Jóna Sólveig segir það ekki þurfa að taka langan tíma að binda krónuna við evru:

Ef það er tekin ákvörðun þá þyrfti það ekki að taka langan tíma. Við erum að tala um hálft ár upp í tvö ár.

Segir hún það koma til með að vera til mikilla hagsbóta fyrir almenning í landinu að binda krónuna með myntráði, þá væri hægt að lækka vexti:

Við erum að borga 5% í vexti af húsunum okkar plús verðtryggingu, fólk úti er að borga 1-2% í vexti og enga verðtryggingu, hvað þýðir þetta? Setjum þetta í samhengi, þetta þýðir að 20 milljón króna lán með sjö prósenta vöxtum kostar um 1,4 milljónir á ársgrundvelli. Daninn borgar 400 þúsund. Við erum að borga heilli milljón meira á ári í húsnæðið okkar bara í vexti og verðtryggingu. Það er mætti bara gera sitthvað fyrir þá upphæð.

Aðspurð um hvers vegna þetta hafi ekki verið gert segir Jóna Sólveig:

Það eru aðilar þarna úti sem eru mjög fastir á því að vera með íslenska krónu. Krónan er sökudólgurinn. Krónan hefur verið þessi sveiflukenndi gjaldmiðill alveg frá upphafi, af hverju erum við með háa vexti og verðtryggingu? Það er til að verjast þessum sveiflum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“