fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Ofureinföld Snickers-eplakaka

Blaka
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og það góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafngóð – ef ekki betri.

Ég er vön því að bjóða upp á karamellusósu með eplaköku en í þessu tilfelli þarf það ekki út af öllu Snickers-inu sem er í þessari köku. Svo er líka æðislegt að finna mjög vægt hnetubragð sem kemur frá Snickers-inu. Geggjuð blanda!

Ég get ekki ítrekað það nógu mikið að þessi kaka er ofureinföld! Þannig að ekki hika, farið rakleiðis inn í eldhús núna og skellið í þessa!

 

 

Hráefni

Mulningur

1/2bolli Kornax-hveiti

1/2bolli  haframjöl

1/2bolli  púðursykur

1/2tsk lyftiduft

smá salt

75 g kalt smjör, skorið í teninga

 

Eplablanda

3-4 stór epli(afhýðuð og skorin í litla bita)

3msk brætt smjör

2msk Kornax-hveiti

1msk sítrónusafi

1 tsk vanilludropar

3msk  mjólk

1/4bolli púðursykur

1/2tsk kanill

smá salt

3 Snickers(söxuð)

Leiðbeiningar

Mulningur

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Blandið öllum hráefnum í mulninginn saman þar til blandan er orðin að grófri mylsnu.
  3. Kælið í ísskáp á meðan þið búið til fyllinguna.

Eplablanda

  1. Blandið hveiti og smjöri vel saman í skál. Hrærið því næst sítrónusafa og vanilludropum vel saman við.
  2. Bætið púðursykri, kanil og salti saman við og hellið þessari blöndu yfir eplin og hrærið svo hún hylji eplin.
  3. Hellið eplablöndunni í eldfast mót. Raðið Snickers-bitunum yfir blönduna.
  4. Dreifið mulningnum yfir. Bakið í 30 til 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið berið hana fram – að sjálfsögðu með rjóma eða vanilluís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.