fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Hvað er köld lungnabólga?

doktor.is
Laugardaginn 13. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lungnabólga af völdum örveru, sem nefnist berfrymingur (mycoplasma). Henni fylgir ekki eins hár hiti og hefðbundinni bakteríulungnabólgu og er því nefnd köld lungnabólga (afbrigðileg lungnabólga). Berfrymingasýkingu fylgir ekki alltaf lungnabólga.

Hver er orsökin?

Sýking af völdum berfryminga (mycoplasma), sem smitast á milli fólks með munnvatni og slími.

  • Örveran berst þó aðeins á milli manna við náin samskipti. Þess vegna er algengt að hún berist á milli fjölskyldumeðlima, skólasystkina og vistmanna á stofnunum.
  • Það er tilgangslaust að einangra smitaða einstaklinga því smitberar geta verið einkennalausir.
  • Faraldur brýst út á u.þ.b. 3-5 ára fresti.
  • Berfrymingasýking er algengust hjá þeim sem eru á aldrinum 5-20 ára og eru oftast væg einkenni.

Hver eru einkennin?

Meðgöngutími berfrymingasýkingar, þ.e. tíminn frá smiti þar til einkenni koma fram, er 2-3 vikur. Þau eru:

  • höfuðverkur
  • vöðvaverkir
  • óþægindi í hálsi
  • þurr hósti, sem getur varað í nokkrar vikur
  • yfirleitt lágur hiti, en hár hiti útilokar ekki, að um kalda lungnabólgu sé að ræða
  • uppgangur (slím) sem getur fylgt hóstanum, en hann er oftar einkenni hefðbundinnar bakteríulungnabólgu.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

  • Greiningin byggist á sjúkrasögu og læknisskoðun. Læknirinn hlustar lungu sjúklingsins með hlustunarpípu en lungnahlustun á sjúklingi með berfrymingalungnabólgu getur verið eðlileg.
  • Læknirinn getur tekið blóðsýni og leitað að mótefnum gegn berfrymingum.
  • Röntgenmynd af lungum styður greininguna. Klínísk einkenni sjúklingsins eru oft ekki í samræmi við útbreiðslu lungnabólgunnar á myndinni, þ.e. mikilli lungnabólgu fylgja ekki endilega mikil einkenni og öfugt.

Batahorfur

Það er tiltölulega auðvelt að lækna afbrigðilega lungnabólgu. Hún hefur sjaldnast fylgikvilla í för með sér hjá annars heilbrigðum einstaklingi.

Hver er meðferðin?

Við kaldri lungnabólgu er gefið sýklalyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.