fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Bergmál breytti barnalagi í tilefni Druslugöngunnar: „Höfum hátt höfum hátt, druslur segjum frá!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn að taka öll völd og ákváðu þær að einblína alfarið á húmor og sögur í textasmíðinni.

Þær semja fyndna texta og stundum svolítið klúra til þess að létta lund áhorfenda en á sama tíma er tónlist þeirra melódísk, grípandi og skemmtileg enda eru þær báðar þrusu flottar söngkonur. Elísu og Selmu finnst gaman að ögra áhorfendum með undarlegum umfjöllunarefnum í lögum sínum og taka á málum sem þeim finnst skipta máli í samfélaginu. Þær hafa nú búið til texta við barnalag í tilefni druslugöngunnar.

„Í tilefni þess að við erum druslur og Druslugangan er að ganga í garð þá bjuggum við til „fallegan“ druslu texta við þetta barnalag,“

sögðu Selma og Elísa Hildur í samtali við Bleikt. Hlustaðu á lagið þeirra hér fyrir neðan, þú getur sungið með en textinn er fyrir neðan myndbandið.

Textinn:

Ein lítil drusla var ein heima
ein lítil drusla fór í búð
ein lítil drusla var sofandi að dreyma
ein lítil drusla var á túr
einni litli druslu byrlað ólyfjan
önnur edrú.

Ein lítil drusla í fjölskylduboði
önnur í vina veislu
ein lítil drusla frosin og dofin
önnur barðist á móti
ein lítil drusla að eilífu þagði
önnur sagði frá.

Ein lítil drusla kenndi sér um það
önnur var í afneitun
ein lítil drusla með skemmda sjálfsmynd
önnur fer endalaust í bað
skítugar og ógeðslegar
allar druslurnar

Engin drusla sá þetta fyrir
engin drusla sagði já.
Nei þýðir Nei og Já þýðir Já
engin nauðgara vildi á sig fá!
Allar þessar druslur réttlæti vilja fá.
Höfum hátt höfum hátt, druslur segjum frá!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.