fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025

Bergmál breytti barnalagi í tilefni Druslugöngunnar: „Höfum hátt höfum hátt, druslur segjum frá!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn að taka öll völd og ákváðu þær að einblína alfarið á húmor og sögur í textasmíðinni.

Þær semja fyndna texta og stundum svolítið klúra til þess að létta lund áhorfenda en á sama tíma er tónlist þeirra melódísk, grípandi og skemmtileg enda eru þær báðar þrusu flottar söngkonur. Elísu og Selmu finnst gaman að ögra áhorfendum með undarlegum umfjöllunarefnum í lögum sínum og taka á málum sem þeim finnst skipta máli í samfélaginu. Þær hafa nú búið til texta við barnalag í tilefni druslugöngunnar.

„Í tilefni þess að við erum druslur og Druslugangan er að ganga í garð þá bjuggum við til „fallegan“ druslu texta við þetta barnalag,“

sögðu Selma og Elísa Hildur í samtali við Bleikt. Hlustaðu á lagið þeirra hér fyrir neðan, þú getur sungið með en textinn er fyrir neðan myndbandið.

Textinn:

Ein lítil drusla var ein heima
ein lítil drusla fór í búð
ein lítil drusla var sofandi að dreyma
ein lítil drusla var á túr
einni litli druslu byrlað ólyfjan
önnur edrú.

Ein lítil drusla í fjölskylduboði
önnur í vina veislu
ein lítil drusla frosin og dofin
önnur barðist á móti
ein lítil drusla að eilífu þagði
önnur sagði frá.

Ein lítil drusla kenndi sér um það
önnur var í afneitun
ein lítil drusla með skemmda sjálfsmynd
önnur fer endalaust í bað
skítugar og ógeðslegar
allar druslurnar

Engin drusla sá þetta fyrir
engin drusla sagði já.
Nei þýðir Nei og Já þýðir Já
engin nauðgara vildi á sig fá!
Allar þessar druslur réttlæti vilja fá.
Höfum hátt höfum hátt, druslur segjum frá!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.