fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433

Plús og mínus – Jákvæður fyrri hálfleikur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 24. mars 2018 04:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í San Fransisco í nótt en leikurinn var áhugaverður.

Mexíkó vann 3-0 sigur en úrslitin gáfu ekki alveg rétta mynd af leiknum.

Marco Fabian kom Mexíkó yfir í fyrri hálfleik með marki úr aukaspyrnu.

Miguel Layun bætti svo við marki í þeim síðari eftir dapran varnarleik Íslands. Mexíkó skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Það var jákvætt að sjá í fyrri hálfleik hversu vel íslenska liðið gat skapað sér færi þrátt fyrir að beita skyndisóknum.

Kári Árnason spilar alltaf vel með íslenska landsliðinu, er aðeins í kuldanum hjá Aberdeen en bláa treyjan kveikir í honum.

Albert Guðmundsson gaf Heimi Hallgrímssyni jákvæðar fréttir. Það eru ekki bara gæði í stráknum, hann er einnig klár í að leggja mikið á sig. Var duglegur í pressu án boltans.

Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn afar vel. Ekki hægt að kvarta yfir neinu.

Mínus:

Dýfan sem varð til þess eð Mexíkó fékk aukaspyrnu til að skora fyrsta mark leiksins var grátleg, dómarinn féll í gryfjuna.

Íslenska liðið var slakt í síðari hálfleik, skiptingarnar riðluðu leik liðsins.

Rúnar Alex greip ekki gæsina eins og hann hefði getað gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
433Sport
Í gær

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot