Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur staðfest að Alexis Sanchez verði í leikmannahópi liðsins gegn Yeovil á morgun.
Sanchez skrifaði undir hjá United á mánudag og hefur æft með United í vikunni.
Hann getur spilað í enska bikarnum á morgun en Sanchez er einn besti leikmaður í heimi samkvæmt Mourinho.
,,Við þekkjum hann af því að hann hefur verið á Engandi lengi, ég held að allir vita hvernig leikmaður hann er,“ sagði Mourinho.
,,Ég ætla ekki að ræða hann á Ítalíu eða á Spáni en það hafa allir séð hann á Englandi og hvaða gæði hann hefur.“
,,Við erum með einn besta sóknarmann í heimi, það er gott fyrir okkur því við viljum hafa þá bestu.“