Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid viðurkennir að starf sitt sé í hættu eftir slakt gengi.
Real Madrid féll úr leik í spænska bikarnum í gær eftir tap gegn Leganes á heimavelli.
Zidane og félagar eru langt á eftir Barcelona í deildinni og eini möguleiki félagsins á bikar er í Meistaradeildinni þar sem liið mætir PSG í 16 liða úrslitum.
,,Að sjálfsögðu er starfið í hættu, ég er ábyrgur. Ég er þjálfarinn,“ sagði Zidane.
,,Ég vil finna lausnir, ég verð að gera það. Ég mun halda áfram að berjast, höldum áfram að berjast. Við verðum að gera liðið betra.“