U23 ára lið Middlesbrough tók á móti U23 ára liði Fulham í gær en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.
Jón Dagur Þorsteinsson kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en Jayden Harris tvöfaldaði forystu gestanna á 55. mínútu og lokatölur því 2-0 fyrir Fulham.
Jón Dagur hefur verið að spila frábærlega með U23 ára liðinu á þessari leiktíð og gæti verið kallaður upp í aðalliðið á næstu vikum.
Myndband af marki hans má sjá hér fyrir neðan.
Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a brilliant goal for @FulhamFC U23´s vs. @Boro in 2-0 win. His signature goal ⚽️🇮🇸👏 #TeamTotalFootball pic.twitter.com/4eLuusBEbW
— Total Football (@totalfl) January 25, 2018