Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að það komi sér vel fyrir félagið að Alexis Sanchez sé farinn.
Sanchez var aðal fréttaefni Arsenal en hann var að verða samningslaus og vissi enginn hvað myndi gerast.
Sanchez gekk í raðir Manchester United á mánudag og því fagnar Wenger.
,,Við misstum frábæran leikmann en þegar liðið veit ekkert hvað er í gangi, þá eru leikmenn minna að einbeita sér að því sem er mikilvægt. Það er að spila vel,“ sagði Wenger.
,,Núna vita allir hvað gerðist og halda áfram, það eru allir að leggja sig meira fram.“