Dortmund hefur hafnað þriðja tilboði Arsenal í Pierre-Emerick Aubameyang en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.
Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en samkvæmt fréttum í Þýskalandi vill Dortmund fá í kringum 53 milljónir punda fyrir hann.
Forráðamenn Arsenal eru staddir í Dortmund þar sem þeir reyna að semja um kaupverðið á leikmanninum sem hefur verið sterklega orðaður við enska liðið að undanförnu.
Samkvæmt miðlum á Englandi hefur framherjinn nú þegar samið við Arsenal um kaup og kjör og því þurfa liðin einungis að ná saman um kaupverðið á Aubameyang.
Hann hefur raðað inn mörkunum fyrir Dortmund, undanfarin ár en Arsene Wenger vill fá hann á Emirates til þess að fylla skarðið sem Alexis Sanchez skilur eftir sér.