Thierry Henry fyrrum sóknarmaður Arsenal segist ekki hafa haft neitt með það að gera að Alexis Sanchez hafi yfirgefið félagið.
Sanchez gekk í raðir United frá Arsenal á mánudag.
,,Ég man eftir samtali sem ég átti við Henry, goðsögn hjá Arsenal. Hann ákvað að skipta um félag af sömu ástæðu og ég, nú er komið að mér,“ sagði Sanchez.
Líklega er Sanchez að vonast eftir því að vinna titla með United.
,,Ég veit að ég þarf ekki að útskýra þetta fyrir stærstum hluta af stuðningsmönnum Arsenal. Ég verð hisn vegar eftir þessar sögusagnir að segja að ég sagði Sanchez aldrei að fara frá Arsenal,“ sagði Henry.
,,Ég vissi ekki að hann væri að fara til Manchester United fyrr en ég sá það í fréttunum eins og þið.“