Hörður Björgvin Magnússon átti erfiðan dag á skrifstofunni þegar Manchester City heimsótti Bristol City í seinni leiknum í undanúrslitum enska deildarbikarsins í gær.
Eftir 2-1 tap á útivelli voru lærisveinar Lee Johnson brattir fyrir heimsókn besta lið Englands.
Allt var á góðu róli þangað til á 43 mínútu leiksins þegar leikmenn Bristol City voru í vandræðum með að koma boltanum frá.
Boltinn barst svo til Harðar í teig Bristol City og í stað þess að hreinsa boltanum í burtu reyndi hann að halda Bernardo Silva frá sér. Það mistókst og Bernando komst í boltann og setti hann á Leroy Sane sem skoraði. Slæm mistök Harðar.
City vann að lokum 2-3 sigur og samanlagt 5-3. Hörður fór á Twitter eftir leik og baðst afsökunar.
,,Þetta var stórt kvöld fyrir okkur, við sýndum af hverju við getum gert frábæra hluti,“ sagði Hörður.
,,Ég biðst afsökunar á mistökum mínum og ég mun læra af þessu, núna einbeiti ég mér að deildinni og geri mitt besta fyrir félagið sem mér þykir svo vænt um.“
Tonight was a big night for us. We made it so far and showed everyone we are capable of greater things. I’m truly sorry for my mistake tonight and will learn from it. Now we focus on the league and do my best for a club I care about. Up the City ⚪️🔴 #MakingBristolProud
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) January 23, 2018