fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433

Þetta sagði Wenger við Mike Dean sem orsakaði þriggja leikja bann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var á dögunum dæmdur í þriggja leikja bann fyrir ummæli sem hann lét falla eftir 1-1 jafnefli liðsins gegn WBA.

Wenger var brjálaður í viðtölum eftir leik og lét dómara leiksins, Mike Dean heyra það duglega en WBA fékk ódýra vítaspyrnu undir lok leiksins.

Eftir leik þá rauk Wenger í Dean og lét hann heyra það og er það ástæðan fyrir því að hann var dæmdur í þriggja leikja bann.

„Þegar að við komum inn í búningsklefann stóð Herra Wenger fyrir utan og bað starfsmann WBA um að hleypa sér inn,“ sagði Dean í skýrslu sinni eftir leik.

„Hann var mjög æstur, hallaði sér yfir mig og sagði mér að ég væri ekki heiðarlegur. Hann sagði þetta nokkrum sinnum og ég spurði hann að því hvort hann vildi meina að ég væri svindlari.“

„Hann sagði að hann stæði við orð sín um að ég væri ekki heiðarlegur. Hann sagði að ég ætti að haga mér eins og atvinnumaður og að ég væri til skammar,“ sagði dómarinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“