fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433

Gylfi fagnar komu Tosun – Vonandi koma góð úrslit á næstu vikum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton fagnar því að félagið hafi fest kaup á Cenk Tosun framherja frá Tyrklandi.

Everton keypti Tosun frá Besiktas en Gylfi hefur mætt honum í nokkur skipti í viðureignum Íslands og Tyrklands.

,,Allir góðir leikmenn sem koma til Everton eru jákvæð tíðindi og hann er einn af þeim. Vonandi spilar hann vel fyrir félagið,“ sagði Gylfi.

,,Ég hef spilað nokkrum sinnum gegn honum með Íslandi, ég veit að hann er góður leikmaður. Vonandi verður hann fljótur að aðlagast og komast á skrið.“

,,Ef þú horfir á síðustu leiki í deildinni, þá höfum við verið slappir frma á við. Gegn Liverpool í síðari hálfleik vissum við að við þyrftum að skora og við reyndum og vorum að skapa færi. Við hefðum getað komist í nokkrar fyrirgjafir og skorað.“

,,Við verðum að vinna í þessu og bæta okkur, ef við spilum eins og í seinni hálfleik þá koma góð úrslit.“

Gylfi skoraði eina mark Everton í tainu gegn Everton. ,,Það var ljúft að skora og það fyrir framan okkar stuðningsmenn, það var ekki eins sætt þegar við töpuðum leiknum svo. Vonandi held ég áfram að skora og góð úrslit fylgja á næstu vikum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Í gær

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City
433Sport
Í gær

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars