fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433

Jurgen Klopp: Bjóst ekki við þessu þegar að ég vaknaði í morgun

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 24. febrúar 2018 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Það voru þeir Emre Can, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem skoruðu mörk Liverpool í dag en Michail Antonio minnkaði muninn fyrir West Ham í stöðunni 3-0 og lokatölur því 4-1 fyrir Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var að vonum sáttur með sannfærandi sigur sinna manna í dag.

„Þegar að ég vaknaði ég morgun þá bjóst ég ekki við svona leik, þetta var frábær leikur fyrir alla stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Klopp.

„Það var kraftur, við vorum ákveðni, reiðir og gerðum allt til þess að skora. Ég sá allt sem ég vil sjá í mínu liði þegar að það spilar fótbolta og það gerist ekki oft.“

„Við skoruðum úr föstu leikatriði sem er mjög jákvætt, við erum vanir að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og það var því sætt að skora úr einu slíku í dag.“

„Annað sætið er frábært en hvort við getum haldið okkur þar þarf að koma í ljós, ég hef ekki áhyggjur af því eins og staðan er í dag,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu