Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United hefur mikla trú á Romelu Lukaku.
Lukaku hefur gengið illa að skora gegn stóru liðunum á þessari leiktíð en Matic telur að það muni breytast.
„Romelu er magnaður framherji, hann er ennþá ungur og það búast allir við miklu af honum,“ sagði Matic.
„Hann á nóg eftir og ég er sannfærður um að hann eigi eftir að gera stórkostlega hluti fyrir þetta félag,“ sagði hann að lokum.