Dregið var í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag og verður nokkuð um áhugaverðar viðureignir.
AC Milan og Arsenal mætast meðal annars en báðum liðum hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel á þessari leiktíð og gæti því eina von þeirra, að komast í Meistaradeildina, verið í gegnum Evrópudeildina.
Massimiliano Mirabelli, yfirmaður íþróttamála hjá AC Milan vorkennir enska félaginu að hafa dregist gegn Milan.
„Ég vorkenni Arsenal, ég er nokkuð viss um að þeir vildu fara lengra í Evrópukeppninni í ár,“ sagði hann.
„Það hefði verið virkilega gaman að mæta þeim í úrslitunum en ég er ánægður með þetta.“
„Það er gott að mæta stóru liði eins og Arsenal á þessum tímapunkti í keppninni, það er gott fyrir okkur að spila á móti liði eins og þeim,“ sagði hann að lokum.