Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur hrósað Paul Pogba miðjumanni félagsins hvernig hann tekur á því að vera á bekknum.
Pogba var á bekknum gegn Sevilla í miðri viku en kom inn snemma leiks vegna meiðsla Ander Herrera.
Búist er við að Pogba byrji þegar United mætir Chelsea á sunnudag.
,,Þið sáuð leikinn gegn Sevilla, það er erfitt að koma af bekknum. Leikmenn sem byrja leiki undirbúa sig öðruvísi,“ sagði Mourinho.
,,Að vera á bekknum og koma inn án þess að hita upp er erfitt til að koma sér í takt við leikinn. Pogba átti mjög góðan leik.“
,,Hann tók sér tíu sekúndur í að vera klár, hann var eins og atvinnumaður og var klár í að hjálpa liðinu.“
,,Hann tekur vel á svona stöðu, hann var á bekknum gegn Huddersfield og svaraði vel. Hann var á bekknum gegn Sevilla og svaraði vel.“