Tottenham er sagt tilbúið að selja Toby Alderweireld miðvörð Tottenham í sumar.
Times fjallar um málið en viðræður um nýjan samnign hafa gengið afar illa.
Alderweireld heimtar 150 þúsund pund á viku en Tottenham vill ekki borga meira en 110 þúsund pund á viku.
Manchester United, Chelsea og fleiri lið eru sögð fylgjast með gangi mála.
Klásúla er í samningi Alderweireld sem gerir honum kleift að fara fyrir 25,4 milljónir punda en slíka klásúlu þarf að virka tveimur vikum áður en glugginn lokar.
Alderweireld er einn besti miðvörður deildarinnar og ljóst er að slegist verður um hann.