Telegraph fjallar í dag um málefni Raheem Sterling hjá Manchester City.
Sterling vill fá nýjan samning hjá félaginu en hann á nú rúm tvö ár eftir af honum.
Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur verið gjörsamlega geggjaður á þessu tímabili.
Sterling hefur skorað 20 mörk og bjóst við því að forráðamenn City myndu vilja setjast niður með sér.
Sterling hefur hins vegar ekkert heyrt frá City og veit ekkert hvort félagið vilji bjóða honum nýjan samning.
Ensk blöð eru byrjuð að orða Sterling við Real Madrid.