Ef ensk blöð hafa rétt fyri sér er ekki allt í góðu á milli Jose Mourinho stjóra Manchester United og Paul Pogba.
Pogba hefur tvisvar á síðustu vikum verið settur á bekkinn, nú síðast í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Sevilla.
Pogba hefur verið að spila illa síðustu vikur en telur sig eiga að vera í liðinu.
Ensk blöð segja að Pogba telji sig fá slæma meðferð og að hann vilji meiri stuðning frá Mourinho.
Sagt er að Mino Raiola umboðsmaður Pogba viti af stöðunni og að eitthvað gæti gerst í sumar.