Búið er að greina frá því að leikur Manchester United og Brighton í enska bikarnum verður á laugardagskvöldi.
Leikurinn mun hefjast klukkan 19:45 á laugardagskvöldi en Englendingar eru ekki vanir að spila á þessu tíma.
Þessi leiktími er hins vegar vinsæll bæði á Spáni og Ítalíu.
Enska úrvalsdeildin ætlar að taka þetta upp líka en bikarinn ákvað að ríða á vaðið.
Leikurinn fer fram 17 mars en um er að ræða leik í 8 liða úrslitum.
BREAKING: Albion's @EmiratesFACup quarter-final tie against @ManUtd will take place on Saturday 17th March, kick-off 7.45pm, and the game will be broadcast live on @btsport. More information, including ticket details, is at https://t.co/3vhndU5zsS. #BHAFC 🔵⚪️
— Brighton & Hove Albion ⚽️ (@OfficialBHAFC) February 23, 2018