Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United vandaði Jack Wilshere ekki kveðjurnar í gærkvöldi.
Arsenal tapaði 1-2 fyrir Östersund en fór þó örugglega áfram í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar.
,,Hvar byrja ég, Arsenal er frábært dæmi um það hvernig á ekki að byrja fótboltaleik. Þeir byrja illa og eru með slæmt viðhorf,“ sagði Keane.
,,Wenger fór vel yfir þetta, ekki nein orka, ekki neinn vilji. Þú vonast eftir því að eldri leikmenn taki ábyrgð.“
,,Það getur ekki farið vel þegar Wilshere er fyrirliði, ofmetnasti knattspyrnumaður í heimi.“