Sol Campbell fyrrum varnarmaður Arsenal og Tottenham er ekki sáttur með það að fá ekki neitt starf sem þálfari.
Campbell reyndi að fá starf hjá Oxford United en þeir völdu að slíta viðræðum við hann.
,,Ég reyndi að fá starfið hjá Oxford en þeir vildu mig ekki,“ sagði Campbell.
,,Kannski var það vegna þess að ég hef ekki renyslu en hvernig á ég að fá reynslu? Ég verð að fá starf til þess.“
,,Ég er nógu klókur, það er ekki eins og ég hafi bara spilað fótbolta í garðinum. Ég er með einn besta fótboltaheilann í bransanum, það er ekki verið að nýta hæfileika mína.“