Jose Fonte miðvörður West Ham er að yfirefa félagið á næstu dögum ef marka má ensk blöð.
Sagt er að Fonte sé að semja við Dalian Yifang í Kína en glugginn þar lokar í næstu viku.
Dalian Yifang kom sér upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og vill styrkja liðið sitt.
Fonte er ekki í plönum David Moyes og því hentar það Fonte vel að fara til Kína fyrir 5,5 milljónir evra.
Launin hans myndu hækka hressilega við það að fara til Kína.