Joel Matip miðvörður Liverpool er umdeildur og ekki eru allir vissir um að hann sé nógu góður.
Matip er hins vegar öruggur á boltann og getur spilað hreint frábærlega.
Matip setti met í ensku úrvalsdeildinni gegn Huddersfield í 25 leikviku.
Matip sendi boltann 161 sinni og heppnuðust 154 af þeim sendingum hans.
Ekki nokkur leikmaður hefur átt fleiri heppnaðar sendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Matip kláraði 96 prósent af sendingum sínum í þessum leik.