Manchester City mun funda með Mike Riley yfirmanni dómara í ensku úrvalsdeildinni á næstunni.
Riley hefur tekið fundarboði City en félagið hefur áhyggjur af tæklingum í deildinni.
Pep Guardiola stjóri City hefur verið að kvarta og kveina undan tæklingum í ensku úrvalsdeildinni.
Hann segir að leikmenn City séu ekki að fá næga vernd og að það sé hættulegt.
Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála mun funda með Riley og fara yfir málið.