Manchester United heimsótti Sevilla á Spáni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en það vakti athygli að Paul Pogba byrjaði á meðal varamanna. Hann var þó ekki lengi á bekknum því eftir um 15 mínútna leik kom han inn fyrir meiddan Ander Herrera.
United spilaði þéttan varnarleik en í nokkur skipti náði liðið að búa sér til góð færi. Þá var mættur á svæðið David De Gea sem varði meistaralega í nokkur skipti.
United skapaði sér ekki mörg færi í leiknum en Romelu Lukaku fékk eitt afar gott í fyrri hálfleik en skaut yfir. Síðari leikurinn fer fram á Old Trafford um miðjan mars.
Eftir leik fór Pogba á Instagram og sagði guð hafa plan fyrir sig en hann hefur ekki verið að spila vel.