Tvær gamlar hetjur hjá Manchester United flugu með liðinu til Spánar í gær.
Manchester United heimsækir Sevilla í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Með í för til Spánar voru Sir Alex Ferguson og Sir Bobby Charlton.
Ferguson fékk sér göngutúr um Sevilla í morgun og þar voru tveir íslenskir strákar sem hittu á kappann.
Sindri Rósenkranz og vinur hans rákust á Ferguson og hlóðu að sjálfsögðu í góða sjálfu.
Myndina má sjá hér að neðan.
Þessi dagur byrjar alveg ágætlega hérna í Sevilla #gameday #KING pic.twitter.com/wroMsHH1VZ
— Sindri Rosenkranz (@SindriRose) February 21, 2018