Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins segir að Paul Pogba miðjumaður Manchester Untied sé að eiga mjög gott tímabil.
Pogba hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína síðustu vikur.
Deschamps segir að meiðsli og veikindi spili þar stórt hlutverk en franski miðjumaðurinn byrjaði tímabiið fra´bærlega.
,,Ég hef fylgst vel með Pogba og því sem hann er að gera,“ sagði Deschamps.
,,Hann er ekki í neinum vandræðum, hann hefur verið meiddur og veikur. Hann hefur átt mjög, mjög gott tímabil hjá Manchester United.“