Abdoulaye Doucoure miðjumaður Watford segir að Tottenham, Liverpool og Arsenal vilji öll kaupa sig í sumar.
Doucoure hefur verið öflugur á miðsvæði Watford í vetur og virðist eftirsóttur.
Liverpool gæti bætt við miðjumanni en Emre Can er líklega að fara frítt frá félaginu.
,,Það er rétt að þessi þrjú félög hafa áhuga á mér, ég er hjá Watford og einbeiting mín er þar,“ sagði Doucoure.
,,Ég mun klára tímabilið hér með fullri einbeitingu og tryggja sæti félagsins í deildinni.“
,,Eftir það mun ég setjast niður með félaginu og ræða málin, núna hugsa ég bara um Watford.“