Tvær gamlar hetjur hjá Manchester United flugu með liðinu til Spánar í gær.
Manchester United heimsækir Sevilla í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Með í för til Spánar voru Sir Alex Ferguson og Sir Bobby Charlton.
Ferguson lét af störfum sem þjálfari Manchester United árið 2013 en hefur síðan þá verið tíður gestur á leikjum.
Hann situr í stjórn félagsins og hefur mikinn áhuga á því að fylgjast með leikjum liðsins.
Myndir af þeim á leið til Spánar í gær eru hér að neðan.