Antonio Conte stjóri Chelsea kveðst hafa pakkað í tösku ef hann missir starf sitt hjá félaginu.
Conte er með samning ti 2019 og ætlar að virða hann en veit að hann gæti misst starfið.
Flestir telja að Conte muni missa starf sitt í sumar.
,,Á 14 árum hefur Chelsea skipt tíu sinnum um stjóran, þeir hafa því skipt reglulega,“ sagði Conte.
,,Fjölmiðlar spila líka hlutverk eftir neikvæð úrslit, það átti að reka mig eftir fyrsta leik tímabilsins gegn Burnley.“
,,Þetta er ekki vandamál fyrir mig, ég kann vel við pressu. Ég vona að þetta hafi ekki áhrif á leikmenn. Ég er með samning til 2019 og ætla að virða hann, eftir það getur allt gerst.“
,,Í okkar lífi þá verður alltaf að vera pakkað í tösku, ég vil vera hérna en ef eitthvað breytist þá verður maður fljótur að fara.“