Þegar Pep Guardiola var leikmaður vildi hann ganga í raðir Arsenal en það gekk ekki upp.
Guardiola kom á heimili Arsene Wenger þar sem þeir ræddu saman.
Guardiola lék lengi með Barcelona áður en hann fór til Ítalíu og lék með Roma og Brescia.
,,Ég ræddi við hann nokkrum sinnum,“ sagði Arsene Wenger þegar hann rifjaði máið upp.
,,Hann kom í eitt skiptið heim til mín vegna þess að hann vildi spila fyrir Arsenal.“