fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Klopp útskýrir af hverju hann keypti ekki fleiri leikmenn í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool útskýrði það á dögunum af hverju hann hefði ekki verslað fleiri leikmenn til félagsins í janúar.

Félagið seldi Philippe Coutinho til Barcelona og þá fór Daniel Sturridge á láni til WBA.

Klopp keypti Virgil van Dijk frá Southampton en það voru einu kaup félagsins og eru stuðningsmenn Liverpool ósáttir með að félagið hafi ekki keypt neinn til að fylla skarð Philippe Coutinho.

„Það er svo auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila að gagnrýna okkur og segja hluti sem erfitt er að skilja. Það meiðist leikmaður hjá okkur og er frá í viku, þá vilja sumir að við kaupum nýja leikmenn,“ sagði Klopp.

„Auðvitað hefðum við getað gert eitthvað meira en ég vil gera þetta rétt og kaupa réttu leikmennina. Ég fékk þá ekki, ég hefði getað fengið réttu leikmennina fyrir algjörlega sturlaða upphæð og það er í raun glórulaust að hugsa út í það.“

„Leikmenn eru dýrari í janúar. Í sumar verða hlutirnir öðruvísi og ódýrari. Ég veit ekki einu sinni hvort það hefði hjálpað okkur að kaupa einhverja leikmenn á miðju tímabili,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar