fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433

Er þetta ástæðan fyrir því að Mourinho tók Pogba af velli í gær?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Það var Christian Eriksen sem kom Tottenham yfir í upphafi leiks og Phil Jones skoraði svo sjálfsmark um miðjan fyrri hálfleikinn og niðurstaðan því 2-0 sigur Tottenham.

Jose Mourinho, stjóri United ákvað að taka Paul Pogba, fyrirliða liðsins af velli á 63. mínútu en hann átti ekki góðan leik í gær og telur Frank Lampard sig vita ástæðuna fyrir því.

„Pogba er mjög sóknarþenkjandi miðjumaður. Hann er mikill íþróttamaður, sterkur á boltanum og góður að senda menn í gegn,“ sagði Lampard.

„Þegar hann spilar við hlið Matic, aftarlega á vellinum þá verður hann að sinna því starfi. Hann þarf að verjast með honum og hjálpa honum.“

„Hann var ekki góður varnarlega í gær og var alltof oft útúr stöðu. Þess vegna tók Mourinho hann af velli held ég, hann var ekki nógu agaður í gær og stjórinn fékk nóg,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra