fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433

Matic útskýrir af hverju það getur verið erfitt að vinna með Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United viðurkennir að það geti verið mjög erfitt að vinna með Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Portúgalinn hefur verið ansi duglegur að gagnrýna leikmenn sína að undanförnu en United féll úr leik í Meistaradeildinni á dögunum eftir tap gegn Sevilla.

Matic hefur hins vegar verið frábær í liði United á leiktíðinni og hefur Mourinho hrósað honum mikið en hann hefur að sama skapi gagnrýnt aðra leikmenn liðsins.

„Það getur verið erfitt að vinna með honum því hann vill alltaf meira frá þér,“ sagði Matic.

„Jafnvel þótt þú vinnir ensku úrvalsdeildina þá vill hann vinna hana aftur á næstu leiktíð. Svona stjóri er hann og menn þurfa að taka honum eins og hann er.“

„Hann er sérstakur á þann hátt að hann vill bara vinna. Þegar að við töpum þá verður hann mjög reiður. Það er líklega ástæðan fyrir því að hann hefur unnið hátt í tuttugu titla á ferlinum,“ sagði Matic að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool