fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Veitingastaður gefur afgangsmat til heimilislausra

„Hvernig er það rökrétt að henda mat þegar það er manneskja að svelta nokkrum skrefum frá þér.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 28. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaður í Englandi tók ákvörðun um að í staðin fyrir að henda matarafgöngum dagsins að pakka þeim inn og setja í poka fyrir utan staðinn svo heimilislaust fólk gæti notið hans.

Bosu Body Bar sem staðsettur er í Didsbury í Manchester, sérhæfir sig í því að selja hollan skyndibitamat í sérstökum boxum sem halda matnum ferskum í allt að 72 klukkutíma.

Eftir þann tíma hefur staðurinn ekki leyfi til þess að selja matinn þrátt fyrir að megnið af honum sé enn þá ferskur og ætur.

Eigendur staðarins ákváðu að þeir vildu ekki henda matnum og tóku því upp á því í staðinn að setja hann fyrir utan og bjóða heimilislausu fólki sem sefur á götunni að borða hann.

Staðurinn auglýsti verkefnið á Facebook síðu sinni og hafa í kjölfarið fengið mikið lof fyrir.

Mikið af fólki hefur deilt verkefninu og biðlað til annara veitingastaða að gera slíkt hið sama, Andria Oz er ein af þeim sem deildu og sagði:

Mér finnst að allir veitingastaðir ættu að gera þetta! Hvernig er það rökrétt að henda mat þegar það er manneskja að svelta nokkrum skrefum frá þér.“

Eigendur staðarins sögðu í samtali við Metro að viðbrögðin hefðu verið ótrúleg, það væru nú þegar í kringum 300 manns sem hefðu notið góðs af matnum á einum mánuði.

Segjast þau vona að verkefni þeirra muni hvetja fleiri til þess að gera hið sama.

„Upphaflega skildi starfsfólkið pokana eftir fyrir utan veitingastaðinn eftir lokun, en fljótlega áttuðum við okkur á því að fólk sem ekki var heimilislaust var að misnota sér aðstöðuna og taka mat,“

segir Josef Ramzi-Faddoul einn eigandi staðarins.

Eftir að þau áttuðu sig á því að fólk var að misnota sér aðstöðuna höfðu þau samband við samtök sem sjá um skjól fyrir heimilislausa og í dag kemur maður í lok hverrar vaktar og sækir allan afgangs mat og kemur honum til þeirra sem þarf mest á honum að halda.

Eigendurnir vonast til þess að geta stækkað við sig og hjálpa enn frekar í framtíðinni. Einnig eru þau að stofna góðgerðafélag undir nafninu Bosu Kindness project.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök