57 farsímar, armbandsúr, lyklar, veski, gleraugu, jólagjafapokar og silfurskeið
Hvað eiga 57 farsímar, heil ósköp af lyklum, armbandsúrum, töskum, veskjum, gleraugum, jólagjafapokum, silfurskeið og gullhringur sameiginlegt?
Þessir munir bíða þolinmóðir ásamt hundruðum annarra muna í óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis má nefna nefna skartgripi, ferðatösku og golfsett. Hér getur þú skoðað hvað leynist í óskilamunadeildinni.
Til að nálgast óskilamun þarf að sýna fram á eignarhald; kvittun, séreinkenni, ljósmynd eða raðnúmer. Hafi munurinn verið greiddur út, verður hann aðeins afhentur viðkomandi tryggingarfélagi. Ef þú átt eitthvað á vefnum er hægt að hafa samband við óskilamunadeild í gegnum netfangið oskilamunir@lrh.is eða gegnum s:444-1000, á dagvinnutíma.